Kalt sérrí

Spánarmyndin hér á bloggsíđunni er frá ferđalögum mínum um Andalúsíu. Ég skrifađi ferđahandbóki um ţetta stórskemmtilega hérađ fyrir nokkrum árum og af ţeim sökum var ég beđinn um ađ sjá um spćnska vínkynningu á alţjóđlegri ráđstefnu fólks í prentiđnađinum (Xplor). Fyrir algera tilviljun varđ sérríiđ sem framleitt er af Gonzales Byass verksmiđjunum fyrir valinu, ţađ náđist samningur viđ heldsöluna. Sem var ákaflega heppilegt fyrir mig ţví ég er ekki beinlínis ţađ sem kalla mćtti vínsérfrćđingur, hef bara ţennan hćfilega áhuga sem millistéttarmenn á borđ viđ mig hafa efni á ađ koma sér upp og svo man ég aldrei nein vínnöfn stundinni lengur. Ég held mig viđ nokkrar traustar tegundir og lćt ţađ duga. Einstaka sinnum dett ég niđur á gott vín og ćtlar aldeilis ađ muna eftir ţví í nćstu ferđ í ríkiđ... en svo lendir mađur líka á sérdeilis vondum vínum og ćtlar aldeilis ađ muna eftir ţví... ţiđ sjáiđ hvert ég er ađ fara međ ţetta.

En Tio Pepe ţekki ég og dýrka, ţađ er stórgóđur drykkur sem er bestur ískaldur. Eftir gerđ ferđahandbókarinnar er ég uppfullur af fróđleik um sérrí og honum gat ég ţví miđlađ til prentiđnađarins á dögunum. Ég heimsótti bódeguna ţeirra í Jerez og drakk í mig sögu og hefđir og framleiđsluferliđ og ţó ég hafi einnig komiđ í viskýeimunarstöđ í Skotlandi og nokkur brugghús (margar sögur tengdar ţeim heimsóknum) ţá er ég sérlega heitur trúbođi sérrídrykkjunnar vegna ţess ađ mér finnst ţetta vera vanmetinn og misskilinn drykkur.

SpánnPP21

Númer eitt, ţurrt ljóst sérrí á borđ viđ Tio Pepe á ađ bera fram kalt.

Númer tvö, sérrí er gott međ tapas smáréttunum sem voru bókstaflega fundnir upp sem viđbit međ ţví.

Númer ţrjú, ţađ myndi stórbćta íslenskar fermingarveislur ef ţar vćri boriđ fram kalt og ţurrt sérrí međ kökunum en ekki kalt og ţunnt kaffi.

Sérrífyrirlesturinn tókst í alla stađi vel, ţađ hjálpađi ađ áheyrendurnir gátu drukkiđ eins mikiđ af umrćddu drykk og ţá lysti og var ég ánćgđur međ ađ fá alveg jafn margar spurningar og hinir raunverulegu fyrirlesararnir á ráđstefnunni í pallborđsumrćđunum sem fylgdu í kjölfariđ. Ekki svo ađ skilja ađ ég sé ekki raunverulegur en vínkynningin var bara svona léttur útúrdúr og grín eftir mörg fróđleg og ákaflega fagleg erindi.

Leiđsögubókin um Andalúsíu hefur ekki beinlínis selst á viđ Arnald en ég hef hitt lesendur mína á förnum vegi og voru ţeir ánćgđir međ bókina, báđir tveir. Svo frétti ég af hjónum sem voru á ferđ um Andalúsíu og fóru í einu og öllu eftir bókinni allt uns henni var stoliđ af ţeim á einstigi upp til fjalla. Ţau höfđu greinilega ekki lesiđ kaflann sem varar viđ vasaţjófum!


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fimm og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband